Erasmus+ er áætlun Evrópusambandsins um menntun, fræðslu, æskulýðsmál og íþróttir fyrir árin 2014-2020. Erasmus+ veitir skólum og öðrum stofnunum fjármagn til ýmissa verkefna. Þar má nefna námskeið og kennslutengd verkefni til starfsmenntunar eða þróunar á samstarfsverkefnum. Verkfærunum sem School Education Gateway býður upp á er ætlað að styðja við ákveðin Erasmus+ verkefni. Verkfærin er að finna á svæðinu Erasmus+ tækifæri.
Verkfærin þrjú og Erasmus+ verkefnin sem tengjast þeim eru eftirfarandi:
- Námskeiðalisti - Sérstakur listi yfir starfsmenntunarnámskeið fyrir kennara og starfsfólk skóla (verkefni um dvöl erlendis fyrir starfsfólk skóla samkvæmt lykilaðgerð 1)
- Tækifæri til dvalar erlendis (e. mobility opportunities) - Tækifæri fyrir starfsfólk skóla til að taka að sér kennslustörf og fara í starfskynningu (e. job shadowing) í skóla eða hjá stofnun erlendis (verkefni um dvöl erlendis fyrir starfsfólk skóla samkvæmt lykilaðgerð 1)
- Samstarfsverkefni - Samstarfsaðilar fundnir svo skólar og stofnanir í Evrópu geti átt í samstarfsverkefnum (samstarfsverkefni samkvæmt lykilaðgerð 2)