Hafirðu gleymt innskráningarupplýsingum þínum geturðu endurstillt lykilorðið með því að smella á „Gleymdirðu notandanafni/lykilorði?“ tengilinn á innskráningarsíðunni (sem má nálgast með því að smella á bláa hnappinn í hægra horninu efst á síðunni). Þú færð tölvupóst með notandanafni þínu og nýju lykilorði. Þegar þú hefur skráð þig inn á síðuna skaltu breyta þessu lykilorði á prófílsíðunni þinni.
Vinsamlegast athugaðu að hafirðu fyrst skráð þig inn á síðuna með eTwinning-aðgangi sem var þegar til eða gegnum samfélagsmiðil geturðu ekki endurstillt lykilorðið á þennan hátt. Í slíkum tilfellum skaltu endurstilla innskráningarupplýsingar þínar á eTwinning eða viðkomandi samfélagsmiðli og nota nýju upplýsingarnar til að skrá þig inn á School Education Gateway.